Afsal á forystuhlutverki

Dr. Þór Whitehead prófessor telur að enginn formaður vestræns hægri flokks með mesta kjörfylgið myndi sætta sig við að vera í ríkisstjórn með mun minni róttækum vinstri flokki. 

Dr. Þór veltir fyrir sér hvort þau vinnubrögð sem hann lýsir í aðsendri grein sinni í Morgnublaðinu í dag geti talist sómasamleg í lýðræðisflokki en þar á hann við skort á frjálsum lýðræðislegum umræðum og svarleysi við tölvupóstum.

\"Hvernig endar vegferð sem hefst með því að ræða ekki við það fólk sem veitti flokknum sigur í því einvígi er fram fór í síðasta mánuði á milli hans og VG um forystuhlutverk í stjórnmálum landsins?\"   

\"Getur formaðurinn og þingflokkurinn afskrifað það umboð líkt og hlutabréfí í aðþrengdu útrásarfyrirtæki?\"

\"Tíminn leiðir það í ljós en ég verð að viðurkenna að aldrei hefur orðið \"flokkseigendur\" haft jafn skýra merkingu í mínum huga.\"

[email protected]