Aðgerðin aðeins niðurgreidd í útlöndum

Brjóst­námsaðgerð sem Bjarnþóra María Páls­dótt­ir hyggst fara í hjá ís­lensk­um brjósta­sk­urðlækni sem er með stofu á Íslandi verður ekki niður­greidd af rík­inu nema hún sé fram­kvæmd er­lend­is. Þetta má lesa á á mbl.is hér.

 Ramma­samn­ing­ar sér­greina­lækna renna út um ára­mót­in og þess vegna er þetta staðan. Svo virðist sem sérgreinalæknar hafi ekki tíma til að gera aðgerðir eins og Bjarnþóru fyrir þann tíma. 

Bjarnþóra María greind­ist ný­lega með stökk­breyt­ingu í svo­kölluðu BRCA2-geni sem eyk­ur lík­ur á brjóstakrabba­meini og vill gang­ast und­ir fyr­ir­byggj­andi aðgerð.

Í frétt mbl er haft eftir Bjarnþóru Maríu: „Sami lækn­ir má fram­kvæma aðgerðina á Englandi og ríkið niður­greiðir hana. En hann má ekki fram­kvæma hana á Íslandi. Það er út úr kort­inu,“ seg­ir Bjarnþóra.

Hún skrifa eftirfarandi facebook síðu sína:

„Ég hitti Kristján Skúla brjóstaskurðlækni á mánudaginn til að fara yfir aðgerðarplönin mín. Planið var brjóstnám í janúar.

Hann sagði mér að staðan væri ekki góð eftir áramótin vegna þess að samningur við sjúkratryggingar rennur út um áramótin og okkar stórkostlegu pólítikusar stefna á að semja ekki við læknana okkar.  Verkefnið: \"Tryggjum að bestu læknarnir fari örugglega úr landi\" heldur áfram sem aldrei fyrr.
Hann talaði samt um að ég gæti komið út til Englands í aðgerð til hans, lagt út fyrir henni og fengið aðgerðina greidda þegar ég kæmi heim. 
Um er að ræða stóra aðgerð og tilhugsun um að skríða saman eftir slíka aðgerð á hótelherbergi í útlöndum, flækjast í gegnum flugstöðvar og svo auðvitað sjálft flugið er ekkert mjög spennandi kostur.

Þvílíka bullið sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allt á þrjósku um að enginn megi hagnast á neinu. Af hverju í ósköpunum má einstaklingur sem hefur fjárfest í eigin menntun ekki græða eilítið á því ef að við sem þurfum þjónustuna fáum bestu mögulega aðstoð sem völ er á? Það vita allir sem vilja vita að ríkisspítalinn okkar er ekki að anna því sem til þarf og aðstaðan þar er svo löngu sprungin að það er þörf á öðrum valmöguleikum í heilbrigðiskerfinu.

Hvort myndir þú vilja liggja á gangi eða með 4-5 öðrum misveikum einstaklingum á stofu, hlustandi á háværar vélar brjóta klappir og smiði berja og negla allan daginn eða vera á einkaherbergi með makanum þínum sem má gista með þér meðan þú jafnar þig eftir jafn stóra (andlega sem líkamlega) aðgerð líkt og brjóstnám er? Jú ég vissulega þarf að greiða örlítið fyrir sjúkrahótelið hérna heima en mér finnst að ég eigi að fá aðgerðina ókeypis. Það mun kosta samfélagið miklu miklu meira að bregðast við krabbameini sem ég er í svo mikilli áhættu með að fá en að semja við okkar færasta brjóstaskurðlækni sem starfar ennþá við þetta \"haltu mér slepptu mér\" ástand. Ætli hann fari ekki endanlega líka eins og þeir gera sem fá svona framkomu frá stjórnvöldum”.