Á fjórða hundrað bíða eftir hjúkrunarrými

Fjöldi þeirra sem bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rými hef­ur auk­ist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janú­ar 2014 til janú­ar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu um­fram 90 daga eft­ir hjúkr­un­ar­rými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eft­ir út­hlut­un hjúkr­un­ar­rým­is 116 dag­ar á þriðja árs­fjórðungi 2018.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land, þing­manns Flokks fólks­ins, um hjúkr­un­ar­heim­ili. 

Inga spurði m.a. um hvernig lengd biðlista eft­ir rými á hjúkr­un­ar­heim­il­um hafi þró­ast á síðustu fimm árum og hve löng bið sé eft­ir rými að meðaltali og hver sé staða biðlista eft­ir lands­hlut­um.

Meðallengd biðtíma lengst úr 91 degi í 116 daga

Í svari Svandís­ar seg­ir m.a., að miðað við töl­ur frá þriðju árs­fjórðung­um ár­anna 2014 og 2018 hafi meðallengd biðtíma eft­ir hjúkr­un­ar­rými auk­ist úr 91 degi í 116 daga.

„Af þeim 186 ein­stak­ling­um sem fengu út­hlutað hjúkr­un­ar­rými á þriðja árs­fjórðungi árs­ins 2014 biðu 57 ein­stak­ling­ar af 186 leng­ur en 90 daga. Á sama tíma árið 2018 biðu 77 ein­stak­ling­ar af 175 leng­ur en 90 daga eft­ir að fá hjúkr­un­ar­rými. 

Í sam­an­b­urði biðlista milli lands­hluta er miðað við hlut­fall af hverj­um 1.000 íbú­um yfir 67 ára aldri,“ seg­ir í svari ráðherra. 

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/11/a_fjorda_hundrad_a_bidlista/