25 milljarðar í boði almennings

Styrmi Þór Bragason fyrrverandi bankastjóri og núna einn eigandi Arctic Adventures segir 25 milljarða sóun í íslenska bankakerfinu meðan þrír bankar eru starfandi.  

„Í dag er rekstarkostnaður bankakerfisins um fimm prósent af landsframeiðslu sem er allt of hátt. Ég tel að það hefði verið mjög mikilvægt að það hefði verið tekin ákvörðun um það að brjóta niður einn banka og selja einingarnar út og lækka rekstarkostnaðinn sem nemur kannski um 25 milljarða sem hægt er þá hægt að færa þjóðinni og það er hægt að segja það þeir 25 milljarðar séu sóun í bankakerfinu”, sagði Styrmir í viðtali við Pétur á Markaðstorginu síðsta þriðjudagskvöld.

 

Styrmir Þór er fyrrverandi bankastjóri MP Banka og ræddi við Pétur Einarsson í nýjum þætti, Markaðstorgið á þriðjudagskvöld. Styrmir segir sitthvað um söluna í Arion i banka.

Arctic Adventures er elsta og stærsta ævintýraferðaþjónustufyrirtæki landisins með 7 milljarða króna áætlaða veltu á þessu ári.

Pétur umsjónarmaður Markaðstorgsins er fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka og höfundur myndarinnar Ransacked sem frumsýnd var í fyrra og fjallar um fjár­mála­hrunið, vogunarsjóði og fleira tengt falli íslenska bankakerfisins. Pétur starfaði áður um langt árabil í alþjóðlegu fjármálaumhverfi.

Þátturinn Markaðstorgið er á dagskrá á þriðjudögum á milli kl. 20:30 og 21 -  og svo endursýndur.