Vonandi voru opinber gjöld í skilum

Eiríkur Jónsson skýrir frá því á vefsíðu sinni að útgáfufélagið Heimur ehf. sé nú mjög hallur úr heimi.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra átti og rak fyrirtækið um árabil. Sonur hans tók við þegar Benedikt varð þingmaður og ráðherra.

Eiríkur hefur eftir Jóhannesi ráðherrasyni að þeir séu að \"rifa seglin\" enda búnir að selja frá sér mikilvægustu hluta útgáfunnar eins og Frjálsa verslun og Iceland Riview.
Flugfélag Íslands hefur svo tekið til sín útgáfu á ritinu Ský.

Fram kemur í frétt Eiríks að áberandi merki útgáfunar á húsinu við Borgartún hafi verið tekið niður. Það mun stafa af því að húseigandinn sagði Heimi ehf. upp leigunni og vísaði fyrirtækinu út vegna vanskila á húsaleigugreiðslum. Öllu starfsfólki útgáfunnar mun hafa verið sagt upp störfum.

Óstaðfestar fréttir herma að mikið tap hafi verið á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári og talsverður rekstrarfjárvandi.

Við verðum þó að vona að fyrirtæki núverandi fjármálaráðherra hafi staðið fyllilega í skilum með opinber gjöld starfsmanna sinna. Öðru verður ekki trúað.

Það er alltaf sorglegt þegar fyrirtæki ganga illa og sigla í strand þannig að fólk missi atvinnu sína.

En góðu fréttirnar eru þær að Benedikt Jóhannesson bjargaðist úr þessu strandi og fékk vel launað starf sem ráðherra með tværoghálfa milljón á mánuði, bíl, bílstjóra og einstök eftirlaunahlunnindi.

Sumir kunna að bjarga sér!

Sjá meðf. frétt Eiríks Jónssonar.


http://eirikurjonsson.is/radherrasonur-rifar-segl/


rtá.