Þving­un­ar­að­gerð­ir neyð­a Pút­ín til að velj­a mill­i hern­að­ar og efn­a­hags­legr­a hags­mun­a

ESB ætlar að draga úr innflutningi rússneskrar olíu um 90 prósent fyrir lok þessa árs, auk þess sem innflutningur á gasi dregst óðum saman.

Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Borrell skrifar, að þegar svo skyndilega sé hætt að notast við rússneska orku komi óhjákvæmilega upp alvarleg vandamál hjá mörgum aðildarríkjum ESB og ýmsum atvinnuvegum. Þetta sé gjaldið sem við greiðum fyrir varðstöðu um lýðræði og alþjóðalög, líkt og við gerum nú í fullri samstöðu.

Í greininni kemur fram að á sviði hátækni séu Rússar 45 prósent háðir Evrópu, 21 prósent háðir Bandaríkjunum en aðeins 11 prósent háðir Kína. Borrell segir kínversk stjórnvöld fram til þessa ekki haf aðstoðað Rússa við að forðast þvingunaraðgerðir Vesturlanda, enda séu úrræði þeirra, einum á sviði hátæknivara, takmörkuð.

Hann skrifar að þótt Pútín stjórnist ekki af efnahagslegum þáttum til skamms tíma muni þvingunaraðgerðirnar smám saman þvinga hann til að velja á milli hernaðar og efnahagslegra hagsmuna.

Borrell segir hafnbanni Rússa við Svartahaf um að kenna, en ekki þvingunaraðgerðum Vesturlanda, að skortur á hveiti og áburði komi illa við lönd, einkum Afríkulönd sem reiða sig á innflutning frá Rússlandi og Úkraínu. Þvingunaraðgerðir Vesturlanda beinist ekki á nokkurn hátt gegn útflutningi og hveiti frá Rússlandi en hafnbann Rússa við Svartahaf komi í veg fyrir að Úkraína geti flutt út hveiti.

Í niðurlagi greinarinnar skrifar Borrell að sú von að gagnkvæm efnahagstengsl ríkja myndu sjálfkrafa leiða til friðsamlegra alþjóðasamskipta. Því sé brýnt að Evrópa taki sér stöðu sem eitt heimsveldanna.

Grein Joseps Borrell í Fréttablaðinu má lesa hér.