Þessi lífskjör

Mörgum staðreyndum er haldið á lofti þegar rætt er um lífkjör íslensks almenning. Aðallega er talað um aukinn kaupmátt undanfarin ár.

Þegar nánar er að gáð nutu ekki allir einstaklingar þessa kaupmáttar. Hagfræðingur Viðskiptaráðs og formaður VR ræddu þetta í þættinum Þjóðbraut og voru sammála um það. En í því spjalli áttaði maður sig enn á ný að hagtölur, traustar tölur gefnar úr af stofnunum eins og Eurostat, og síðan ítarlegar kannanir félaga eins og VR fara ekki saman en VR hefur gert könnun á ráðstöfunartekjum ýmissa stétta hér á landi í samanburði við Norðurlönd. 

Auðvitað á styðjast við öll gögn sem til eru. En tölurnar hrökkva samt skammt þar sem í lífskjörum felast svo ótal margir aðrir þættir en hvað þú færð fyrir krónuna þína eða átt eftir í buddunni um mánaðarmót.

Stóra myndin snýst um hvernig samfélagið heldur utan um borgaranna í almennri velferð. Hvert er aðgengi að heilbrigðisþjónustu? Hvað kostar hún? Hve burðug er félagsþjónusta sveitarfélaganna? Líka má nefna hvernig búið er að skólakerfinu og hvort samgöngur bjóði upp á að hvert heimili komist af með bara eina bifreið. Og ekki síst: Hvert er húsnæðisöryggi? Þetta er fáeinir punktar sem illfært er að mæla í tölum eins og kaupmætti einum og sér.