Náð í klappstólana

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag fjölgar borgarfulltrúum úr 15 í 23. Ekki er útséð með hvar allir eiga að sitja því mátulega passlegt er um þá sem nú þegar þar sitja. Hraðar hendur þurfa að vera að verki svo ekki þurfi nýjir fulltrúar að hírast á klappstólum sem eru oftast þeir sem eru til í geymslum þegar þröngt verður um rými.

Að því slepptu er óhætt að segja að fjörugra verður fyrir alla að fylgjast með borgarstjórnarumræðum næstu fjögur árin og ekki síst fjölmiðla.

Við erum að tala um Ingu Sæland, Vigdísi Hauksdóttur og hina ágætu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Hinar tvær fyrrnefndu eru ekki þekktar fyrir annað en áberandi framgöngu og ekki má gleyma Pawel Bartoszek sem jafnan með tölvuglöggu innsæi sínu vekur athygli á málum sem annars margir aðrir koma ekki auga á.

Kemestríið, svo ég sletti verður allt annað. Alveg ábyggilega.