Gleðin er pólitísk

Alþjóðapólitíkin kristallast í Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Stærsta svið heimsins verður á HM í Rússlandi í sumar. Það skiptir Pútin leiðtoga miklu máli að þar birtist mikilfengleiki Rússlands – og hans. Í áramótariti The Economist má lesa í athyglisverðri grein um hve gífurlega mikilvægt tækifæri HM er fyrir Pútíns að endurskapa ímynd Rússlands – og sín sjálfs.

Ráðamenn Íslands fara ekki á HM í Rússlandi. Það er pólitík. Hin sanna íþróttagleði var og er enn í skugga pólitíkur. Þess má minnast að Mússolíni beitti sér gróflega til að Ítalía ynni á HM á Ítalíu 1934. Nær í tíma eru óvinsældir Dilmu Rouseff forseta Brasilíu sem ýktust þegar Brasilía hélt HM 2014 - litlu síðar var hún öll í embætti. Best að halda því til haga samt að brasilíska landsliðið var farsælt og þess vænst að það ynni bikarinn en tapaði 7-1 fyrir Þýskalandi. Smá fótbolti kannski þar að verki svo banabiti Dilmu varð á grasinu.

Svona í framhjáhlaupi til viðbótar, þá voru Englendingar líka illilega vonsviknir að missa af því að halda heimsmeistaramótið. Þeir sóttust líkt og Rússland eftir að vera gestagjafar á stærsta sviði heims en Rússland vann.