Fyrrverandi hættir ekki

Á tæplega einu ári hafa yfir 300 manns leitað til Bjarkarhlíðar sem er miðstöð þolenda ofbeldis. Að Bjarkarhlíð standa helstu samtök sem sérhæfa sig í málaflokknum, níu talsins, auk lögreglu, Reykjavíkurborg, ríkisvaldið og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Tímamót urðu þegar miðstöðin var opnuð, þangað leitar fólk og er svo vísað í viðeigandi úrræði. Flestir eru á aldrinum 18 til 29 ára.

Þá hefur rúmlega helmingur glímt við sjálfsvígshugsanir vegna ofbeldis. Með öðrum orðum: Ofbeldi er lífhættulegt.

Í nærri fimmtungi tilfella var vopn notað gegn þolandnum heima við og í helmingi tilvika var barn á heimilinum þar sem um heimilisofbeldi var að ræða en það eru flest málin á borði Bjarkarhlíðar eða 74 prósent. Í aðeins helmingi tilfella hafði Barnaverndarnefnd einhver afskipti.

Heimilisofbeldi er gríðarlega falið mein í samfélaginu. Við skulum muna að að á bak við bros huggulegu konunnar sem þú kannast svo vel við, hinnar vel tilhöfðu móður og eiginkonu getur ofbeldið krassað heima við. Sumar komast úr út ofbeldisgryfjunni en sleppa þó samt ekki undan ofbeldinu. Um helmingur ofbeldismannanna er fyrrverandi maki, sá sem konan hafði sagt skilið við.

Í tölum Bjarkarhlíðar kemur fram að af kærum sem voru lagðar fram í málum Bjararhlíðar var tæpur þriðjungur vegna heimilisofbeldismála.