Að vera 17 ára er að vita allt

Þegar ég var sautján ára gamall, átti kærustu í fyrsta skipti, spilaði á píanó fyrir pening, var byrjaður að lesa Nietzche og dottinn í viljaheimspeki Einars Ben rann upp fyrir mér að ég vissi allt sem þurfti að vita um lífið! Búinn að greina tilgang jarðlífsins. Muniði tilfinninguna? Að vera ungur og vita allt?

Nú hef ég lifað þrisvar x sautján ár.

Fimmtíuogeinsárgamallkarl. Og veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þekkiði tilfinninguna?

Kannski er til verri heimspeki en að efast um allt nema efann. Þótt mestur fari tíminn í að sefa hann.

Björn Þorláksson