Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt mmr

Ný skoðanakönnun MMR sýnir að ríkisstjórnin er kolfallin, BF kæmi ekki manni á þing, Viðreisn er við það að fara sömu leið og Sjálfstæðisflokkurinn tapar 3 þingmönnum. Fylgi við ríkisstjórnina er komið niður í 30,9% sem er það lakasta sem sést hefur.
 
Samkvæmt könnun MMR fengi Sjálfstæðisflokkurinn 24,9% sem gæfi honum væntanlega 18 þingmenn sem er 3 minna en í kosningunum sl. haust. Einn þingmaður flokksins félli í hverju landsbyggðarkjördæmanna.
 
VG fengi 20,6% atkvæða og 14 þingmenn. Bættu við sig 4 þingmönnum. Píratar væru með 13,7% og 9 þingmenn, Framsókn 13,4% og 10 þingmenn. Bættu við sig 2 þingsætum. Samfylkingin fengi 11,3% og 8 þingmenn - bættu við sig heilum fimm þingmönnum og Viðreisn fengi aðeins 5,2% og 4 þingmenn. Tapaði þremur þingmönnum. Benedikt Jóhannesson formaður félli þá væntanlega út af þingi.
Viðreisn er við það að ná engum manni inn á þing.
 
BF fengi einungis 2,9% og er fjarri því að koma manni inn á þing. Flokkurinn er að þurrkast út í höndunum á Óttari Proppé.
 
Væri þetta niðurstaða kosninga hlyti vinstri stjórn að taka við völdum undir forystu VG sem hefði 14 þingmenn. Með þeim í ríkisstjórn væru þá Framsókn með 10 þingmenn og Samfylkingin með 8. Samtals 32 þingmenn í meirihluta eins og nú er.
 
Ef menn vildu hafa fleiri þingmenn á bak við slíka vinstri stjórn mætti taka með einhvern hluta af þingmönnum Pírata en þeir eru margklofnir eins og kunnugt er.
 
 
rtá.