Ríkisstjórn geirs haarde var með meira fylgi en féll samt

 
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 74% þeirra sem tóku afstöðu í könnun Gallups sem gerð frá 30. nóvember til 28. desember. Svarhlutfall er einungis 55% í könnuninni.
 
Fram kemur í upplýsingum frá Gallup að ríkisstjórn Geirs Haarde frá 2007 hafi notið mesta stuðnings sem mælst hefur frá upphafi mælinga 1995. Stuðningur við ríkisstjórn Geirs var á bilinu 76% til 83% en engu að síður féll sú stjórn og hrökklaðist frá völdum eftir aðeins 20 mánuði.
 
Athygli vekur að stjórnarflokkarnir njóta miklu minni stuðnings en stjórnin sjálf, einungis 54%.
 
Könnunin er tekin yfir allan mánuðinn. Áhrif af hneykslinu vegna dómsmálaráðherra sem hlaut dóm í Hæstarétti koma því ekki fram nema að hluta svo og staðreyndir tengdar kosningasvikum stjórnarflokkanna sem komu fram við afgreiðslu fjárlaga.
 
Rtá.