„Óska þess inni­lega að þetta sé ekki raun­veru­leg manneskja sem skrifar svona“

Pistill Önnu Karenar Jóns­dóttur, hag­fræðings, um ras­isma, af­fjár­mögnun lög­reglu og Black Lives Matter hreyfinguna, sem birtist í Morgun­blaðinu í morgun hefur vakið gríðar­lega mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum í morgun. Tjá ýmsir þjóð­þekktir aðilar sig um pistilinn og gagn­rýna efnis­legt inni­hald hans.

Í pistlinum, sem ber heitið „Ras­ismi og af­fjár­mögnun lög­reglu“ fer Anna hörðum orðum um Black Lives Matter hreyfinguna og segir það liggja í augum uppi að hreyfingin sé til þess fallin að eyði­leggja vest­ræn gildi og vest­ræn sam­fé­lög.

Þá gerir Anna Karen lítið úr fjölda þeirra svartra ein­stak­linga sem myrtir eru af lög­reglunni í Banda­ríkjunum. „Þrátt fyrir að vera bara 13,4% þjóðinnar þá eru svartir í lang­flestum til­fellum yfir­gnæfandi meiri­hluti af­brota­manna,“ skrifar Anna.

Með­limir kommún­ista­flokks Kína stuðnings­menn og Geor­ge Sor­os

Hún spyr hvort fólk í fá­tækra­hverfum sé ekki jafnt á­byrgt gjörða sinna og aðrir. „Hvað með kyn­ferðis­brota­þol­endur? Eru þeir síður fórna­lömb ef árasar­maðurinn var svartur og af því kerfið heldur honum niðri? Gildir #Met­oo ekki um svarta af­brota­menn?“ segir Anna sem segir ras­isma lang­sótta skýringu á fá­tækt árið 2020.

„Hvíti kyn­stofninn ber ekki á­byrgð á fjár­hags­stöðu svarta mannsins og efna­hags­leg staða fólks rétt­lætir hvorki rán, morð né nauðganir. Sama hvaða kyn­stofn fremur glæpinn.“

Þá bendir Anna á að með­limir kommún­ista­flokks Kína hafi lýst yfir stuðningi sínum við Black Lives Matter hreyfinguna. Spyr hún hvort fólk hafi gleymt at­burðum á torgi hins himneska friðar árið 1989. Hún bendir á að sama fólk og gagn­rýni nas­ista Hitlers styðji hreyfinguna.

Hún full­yrðir þá að fjár­sterkir aðilar, „elítan“ eins og Geor­ge Sor­os, Jeff Bezos og Bill Gates fjár­magni hreyfinguna. „Setja má spurninga­merki við það af af hverju hvítir milljarða­mæringar vilji styðja hreyfingu esm hvetur fólk til að snið­ganga þeirra eigin fyrir­tæki. Hverra hags­muna ætli þetta fólk hafi að gæta?“

Segja skrifin „fringe úber rasísk“

Mikil um­ræða hefur eins og áður segjast myndað um pistilinn á sam­fé­lags­miðlum. Tón­listar­maðurinn Logi Pedro virðist ekki trúa eigin augum.

„Þetta er svo fringe úber rasískt, og í þokka­bót illa skrifað, að maður er sann­færður um að þetta sé annað­hvort:
A. gervi­manneskj eða B. manneskja sem er að glíma við and­lega erfið­leika,“ skrifar Logi.

„Ég er búinn að lesa þá setningu svona 10 sinnum og ég skil ekki neitt. Er það nei­kvætt fyrir mál­stað ef fólk sem gagn­rýnir nas­ista Hitlers styður hann? Átti þessi grein að birtast í ein­hverju öðru blaði eða er hún opin­ber­lega að peppa nas­isma?“ spyr Guð­mundur Ari, bæjar­full­trúi Sam­fylkingarinnar á Sel­tjarnar­nesi.

Sigur­borg Ósk Haralds­dóttir, borgar­full­trúi Pírata, segist óska þess að Anna Karen sé ekki raun­veru­leg manneskja.

„Nei ha... Niður­staðan er þá að BLM er sam­bæri­leg nas­istum og að svart fólk getur sjálfu sér um kennt. Vá hvað ég óska þess inni­lega að þetta sé ekki raun­veru­leg manneskja sem skrifar svona.“

Fleiri um­mæli um færsluna má sjá hér að neðan: