Ó­boðinn gestur kom með heim úr búðinni: „Gæti verið amerískur eða jafn­vel suður­amerískur“

Fjöl­skylda í austur­borginni fékk ó­boðinn gest heim með inn­kaupunum í gær er Kakka­lakki fannst í inn­kaupa­poka. Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu.

Skor­­dýrið hélt til utan á osta­­pakkningu en ekki er ljóst hvaðan það kom.

Steinar Smári Guð­bergs­­son, mein­­dýra­eyðir á höfuð­­borgar­­svæðinu, segir í sam­tali við Morgun­blaðið kakka­lakkanum ekki svipa til þeirra sem hafa víða fundist á höfuð­­borgar­­svæðinu að undan­­förnu. Þeir berast vana­­lega hingað til lands með fólki sem hefur ferðast er­­lendis.

„Þessi kakka­lakki er stór. En miðað við hvernig hann er í laginu er hann ekki búinn að ná full­orðins­­aldri. Hann gæti verið ung­lingur. Gæti verið amerískur eða jafn­vel
suður­­amerískur,“ segir Smári í samtali við Morgunblaðið en þeir geti náð tölu­verðri stærð.