Njörður biður menn um að hætta „að af­skræma tungu okkar með bjána­legum til­burðum“

Rit­höfundurinn Njörður P. Njarð­vík skrifaði heldur betur á­huga­verða grein í Frétta­blaðið í dag, um hvernig búið er að „af­skræma“ ís­lenska tungu.

Njörður byrjar á að vitna í Lax­dælu og segir:

„Höskuldur … gekk þangað sem lækur féll fyrir tún­brekkunni. Sá hann þar tvo menn og kenndi. Var þar Ólafur sonur hans og móðir hans. (Lax­dæla 13. kafli).“

„Orðið maður er heiti á tegund spen­dýra og tekur til allra er henni til­heyra: karl­manna, kvenna, barna, trans­fólks og kyn­leysingja. Þegar við segjum: allir vel­komnir, tekur það til allra sem til­heyra þessari tegund án vísunar til sér­staks kyns. Þannig getur kona sem best verið maður með mönnum eins og Vig­dís benti á (og sannaði) í kosninga­bar­áttu sinni 1980,“ skrifar Njörður svo.

„Í tungu­máli er tvenns konar kyn. Það sem eðli­legt má heita, eins og að karl er karl­kyns og kona kven­kyns, faðir og móðir, sonur og dóttir, drengur og stúlka. Þegar Berg­þóra var sögð drengur góður fær orðið hins vegar aðra merkingu, um eðlis­þátt, enda erum við vön af­leiddum orðum eins og dreng­skapur og dreng­lyndi. Á sama hátt höfum við af­leidd orð af maður: mann­kyn, mann­legur, mennska, menning, mann­helgi, góð­menni og ill­menni o.s.frv.“

„En svo er hreint mál­fræði­legt kyn sem hefur í raun enga kyn­læga merkingu og þarf hreint ekki að vera rök­rétt.

Kyn eru með ó­líkum hætti í tungu­málum. Franska hefur að­eins tvö kyn, ís­lenska og þýska þrjú. Danska, norska og sænska bæta við fjórða kyninu, sam­kyni (den). Finnska hefur ekkert kyn. Þar er ekki greint milli orðanna hann og hún, heldur nær hän yfir bæði. Bíll er karl­kyns í ís­lensku, kven­kyns í frönsku (la voiture) og hvorug­kyns í þýsku (das Auto). Ekkert af þessu getur talist rök­rétt. Á­fram má segja að máninn er kven­kyns í frönsku (la lune) og sólin karl­kyns (le so­leil). Kannski gengur franska lengst þegar kyn­færi kvenna eru karl­kyns (le vagin) og karla kven­kyns (la ver­ge). Að vísu eigum við orðið títa (kvk) haft um typpi (hk) á smá­strákum, en það muna trú­lega ekki margir. Sem leiðir hugann að orða­fá­tækt okkar og skjótum flótta yfir í ensku. Ég man hvað mér brá þegar maður skildi ekki orðið blæ­brigði en átti ekki í neinum vand­ræðum með nu­ances.“

„Flest starfs­heiti á ís­lensku eru karl­kyns og helgast af því að öldum saman réðu karlar allri at­vinnu. En sá tími er liðinn sem betur fer. Kona er læknir, prestur, dómari o.s.frv. og þannig hefur karl­kyn orðanna enga þýðingu lengur. Á Ís­landi getur kona jafn­vel verið herra ef hún situr í ríkis­stjórn eða starfar í utan­ríkis­þjónustunni, enda merkir orðið upp­haf­lega yfir­maður. Og svo má til gamans geta þess, að mörgum er­lendum vinum mínum þykir skondið að hetja skuli vera kven­kyns í ís­lensku, og sömu­leiðis kempa – og heigull karl­kyns.

Nú vil ég biðja menn að hætta að af­skræma tungu okkar með bjána­legum til­burðum til ein­hvers konar réttrúnaðar­til­burða í orð­færi og reyna þess í stað ein­fald­lega að vanda máfar sitt,“ skrifar Njörður að lokum.