Mynd­band: Segir þetta ástæðuna fyrir því að há­marks­hraði ætti að vera 30km/klst í þéttbýli

Jón Kjartan Ágústs­son, svæðis­skipu­lags­stjóri höfuð­borgar­svæðisins, birtir heldur betur ó­hugnan­legt mynd­band á Twitter en þar sýnir hann hvernig hraði getur drepið í um­ferðinni.

Mynd­bandið sýnir á­hrifin af á­rekstri ef jeppi eða jepp­lingur fær vöru­bíl á sig. Reykja­víkur­borg og önnur sveitar­fé­lög hafa rætt það að lækka há­marks­hraða niður í 30km innan borgar og bæjar.

Sjón er sögu ríkari.