Meira en helmingu þingmanna á förum

Meira en helmingur núverandi þingmanna munu ekki taka sæti á Alþingi eftir kosningar 29. október nk.

Þeir sem hverfa nú á braut hafa ýmisst tekið ákvarðanir um það sjálfir, fallið í prófkjörum flokka sinna eða munu falla í kosningunum.

Frá Framsóknarflokki hætta eða eru í fallhættu eftirtaldir: Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir,  Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson. Alls 12 þingmenn.

Frá Sjálfstæðisflokki hætta eða eru í fallhættu eftirtaldir: Birgir Ármannsson, Einar K. Guðfinnsson, Elín Hirst, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Illugi Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Andersen, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason. Alls  11 þingmenn.

Frá Samfylkingu hætta eða eru í fallhættu eftirtaldir: Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Möller, Oddný Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Valgerður Bjarnadóttir. Alls 6 þingmenn.

Frá VG hættir Ögmundur Jónasson. Alls 1 þingmaður.

Frá Bjartri framtíð hætta eftirtaldir: Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall. Alls 3 þingmenn.

Frá Pírötum hættir Helgi Hrafn Gunnarsson. Alls 1 þingmaður.

Samtals eru hér nefndir 34 þingmenn. Meira en helmingur núvernadi alþingismanna.

Vert er að benda á að sumir af þeim sem hér að framan eru taldir upp eru í framboði og eiga möguleika á að ná kjöri. Þeir eru nú ýmisst inni eða úti samkvæmt skoðanakönnunum sem eru nokkuð misvísandi. Dæmi um það er Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki. Þá eru þrír þingmenn Bjartrar framtíðar sem sækjast eftir endurkjöri ekki taldir hér upp en skoðanakannanir telja þá ýmisst  ná inn á þing eða ekki. Sama gildir um fleiri þingmenn.

Á þessari stundu virðist allt benda til þess að um helmingur þingmanna hverfi af þingi í komandi kosningum.