Meintur nas­isti vill verða bæjar­stjóri í Vogum: „Vest­ræn sam­­fé­lög hvítra manna eru mjög sér­­­stök og þeir eiga rétt á að vernda þau“

Roy Al­brecht sem kom til Ís­lands sumarið 2013 frá Kanada vill nú verða bæjar­­stjóri í Vogum á Vatns­leys­strönd. Roy sem sagði í við­tali við Frétta­blaðið 2013 að á Ís­landi væri há­­gæða mann­kyn og að hel­­för gyðinga hefði ekki átt sér stað. Þetta kemu fram í frétt Fréttablaðsins.

Sam­­kvæmt lista yfir fjöru­tíu um­­­sækj­endur um bæjar­­stjóra­­stöðuna í Vogum starfar Roy nú sem blað­beri. Þegar Frétta­blaðið ræddi við Roy á tjald­­stæðinu í Laugar­­dal í byrjun júní 2013 kvaðst hann vera rit­höfundur og hingað kominn í von um fullt tjáningar­­frelsi.

„Árið 2010 sá ég við­­tal við Birgittu Jóns­dóttur í sjón­­varps­­stöðinni TVO í Ontario í Kanada þar sem hún ræddi IMMI – The Icelandic Modern Media Initi­ati­ve – sem veitir eins konar pólitískt hæli fyrir blaða­­menn og rit­höfunda sem verða fyrir á­rásum vegna skrifa um „stóru stráka glæpa­­mennina“, þessa sem litli maðurinn getur ekki varið sig gegn. Síðan þá hef ég lesið um Ís­land og skoðað mögu­­leikann á því að flytja hingað,“ út­­skýrði Roy.

Roy kvað á­hrif gyðinga í vest­rænum sam­­fé­lögum vera sér hug­­leikin. Einnig hel­­för gyðinga í síðari heim­styrj­öldinni – sem hann sagði ekki hafa átt sér stað.

Þegar rætt var við Roy í Laugar­­dal kvaðst hann hafa verið þar í viku. Vegna las­­leika og hryssings­­legs veðurs afi hann að mestu haldið sig í hlýjunni í tjaldinu.

Kvað Roy for­eldra sína Þjóð­verja sem hrakist hafi á flótta frá Súdeta­héruðunum. Hann vildi gjarnan setjast að í Þýska­landi jafn­vel þótt þar í landi væru enn strangari viður­lög en í Kanada við því að tjá sig um mál­efni gyðinga. Það væri hins vegar tor­­sótt.

„Ég er alls ekki kyn­þátta­hatari,“ tók hann fram. „En vest­ræn sam­­fé­lög hvítra manna eru mjög sér­­­stök og þeir eiga rétt á að vernda þau. Ekki leyfa Kín­verjar Evrópu­búum að setjast að í sínu landi í stórum stíl,“ benti Roy á. Kvaðst hann afar hrifinn af Ís­­lendingum.

„Miðað við hinn al­­menna Kana­da­mann er hinn al­­menni Ís­­lendingur al­­gjör­­lega af efstu hillu. Við fyrstu sýn virðist mér vera há­­gæða mann­kyn hér á Ís­landi,“ sagði Roy, sem á þeim tíma­­punkti hafði lítið farið úr tjaldi sínu í Laugar­­dal .