Kristbjörg Kjeld: „Ævintýri og einstaklega spennandi“

Kristbjörg Kjeld, ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, verður gestur Sigurðar K. Kolbeinssonar í þættinum Lífið er lag á Hringbraut í kvöld.

Í þættinum fer Kristbjörg meðal annars yfir leiklistarferil sinn sem spannar rúm 60 ár. Hún er enn að störfum 86 ára en þekktir leikarar starfa oft lengi eftir því sem heilsar leyfir því leikhúsin þurfa jú leikara í hlutverk persóna sem eru á öllum aldri. 

Í viðtalinu er m.a. fjallað um hlutverk hennar í einni umtöluðustu kvikmynd sem framleidd hefur verið á Íslandi, ´79 af Stöðinni sem frumsýnd var árið 1962. Í myndinni lék hún lék aðalhlutverkið, aðeins 27 ára gömul á móti Gunnari Eyjólfssyni. 

„Þetta var náttúrulega ævintýri og einstaklega spennandi,“ segir Kristbjörg en tökuliðið var danskt og leikstjórinn, Erik Balling, danskur. Aðspurð hvernig það hafi verið að vinna undir handleiðslu dansks leikstjóra sagði Kristbjörg að þetta hafi allt verið dásamlegt fólk.

Hér má sjá klippu úr þættinum: