Katrín NATO-andstæðingur gleðst með alvöru NATO-leiðtogum í Madrid

Þrátt fyrir að ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýni að meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vilji að Ísland eigi aðila að NATO, þá ítrekar forysta flokksins að hún sé áfram á móti aðild Íslands að varnarbandalaginu. 53 prósent kjósenda VG eru fylgjandi aðild, samkvæmt umræddri könnun, en einungis 23 prósent andvíg aðild eins og Katrín formaður.

Af einhverjum ástæðum finnst ríkisstjórn Íslands það við hæfi að senda Katrínu á leiðtogafund NATO sem nú fer fram í Madrid á Spáni. Vitanlega er það hreinn dónaskapur hjá herlausri örþjóð sem er upp á vinaþjóðir sínar í NATO og Evrópu komin með landvarnir að senda sérstakan andstæðing bandalagsins á þennan fund. Katrín veðrar sig nú upp við alvöruleiðtoga bandalagsins og mætir í veislu hjá Spánarkonungi eins og ekkert sé, sjálfur NATO-andstæðingurinn!Kannski hún skarti barmmerki frá samtökum hernaðarandstæðinga.

Spyrja má hví ríkisstjórnin sendir ekki vini NATO frekar á þessa fundi? Þannig hefði verið mun smekklegra að utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra hefðu mætt þangað sem fulltrúar Íslands. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru yfirlýst stuðningsfólk aðildar Íslands að NATO. 89 prósent sjálfstæðismanna styðja aðild Íslands að bandalaginu, samkvæmt fyrrnefndri könnun og 72 prósent þjóðarinnar.

En ekki Katrín Jakobsdóttir.

Er ekki bara best að Ísland hætti að sýna öðrum þjóðum varnarbandalagsins þann dónaskap að senda svarinn andstæðingþess á fundi bandalagsins?

- Ólafur Arnarson.