Jón Baldvin fær dóm fyrir kynferðisbrot

Jón Baldvin Hannbilsson, fyrfverandi ráðherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gegn Carmen Jóhannsdóttur sem átti sér stað á Spáni árið 2018. Hann hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessu sama máli, en Landsréttur sneri dómnum við. Vísir greinir frá þessu.

Jón Baldvin var ákærður árið 2019 og var gefið að sök að hafa strokið Carmen um rassin í matarboði á Spáni. Fyrrverandi ráðherrann hefur neitað sök í málinu og meðal annars talað um það að Carmen og móðir hennar hafi sett atvikið á svið til þess eins að saka hann um kynferðisofbeldi.

„Ég bjóst ekki við þessu. Ég viðurkenni það alveg, en ég er mjög ánægð.“ hefur Fréttablaðið eftir Carmen sem segir niðurstöðuna vera „sigur fyrir hönd allra hina, sem hafa orðið fyrir hans ofbeldi.“