„Ís­­lenskt sam­­fé­lag er fjöl­­menningar­­sam­­fé­lag og því verður ekki haggað“

Sema Erla Serdar, for­maður hjálpar­sam­takanna Solaris, segir ný­nasista­sam­tökin Norður­vígi og á­róður þeirra stór­hættu­leg ís­lensku sam­fé­lagi. Þetta kemur fram í við­tali við Semu á vef Frétta­blaðsins.

Á­róður sam­takanna var í dag hengdur upp á stoppi­stöð í strætó­skýli á Gullin­brú. Það var tekið niður síðar af Guð­mundi Heiðari Helga­syni, upp­lýsinga­full­trúa Strætó. Hann hvetur aðra til þess að taka þetta niður, sjái þeir slíka miða en varar við rak­véla­blöðum sem gæti verið að finna fyrir aftan miðana.

Frétta­blaðið hefur eftir Semu að um sé að ræða sorg­lega þróun. Á­róðurinn sé í takti við þróun um­ræðunnar um út­lendinga hér­lendis þar sem and­úð hafi í sí­auknu mæli verið normalí­serað í um­ræðunni, meðal annars af stjórn­mála­fólki og flokkum.

„Þetta hefur verið að færast í aukana síðast­liðnu ár og hefur verið normalí­­serað. Sem er ó­­­trú­­lega sorg­­legt því ís­­lenskt sam­­fé­lag er fjöl­­menningar­­sam­­fé­lag og því verður ekki haggað,“ segir Sema.

Hún segir Norður­vígi vera stór­hættu­leg sam­tök. „Þau eru hættu­­leg ein­stak­lingum, þau eru hættu­­leg minni­hluta­hópum í sam­­fé­laginu okkar og sam­­fé­laginu öllu í heild sinni. Sam­tök eins og þessi á norður­löndunum eru þekkt bæði fyrir hryðju­­verk, of­beldi og morð. Þau hafa meðal annars verið bönnuð í Finn­landi.“

Frétt Frétta­blaðsins.