Hræsni ólafíu rafnsdóttur formanns

Margir hafa orðið til að tjá sig opinberlega vegna úrskurðar Kjaradóms sem færir Alþingismönnum 44% launahækkun. Ráðherrar og forseti Íslands fá svipaðar kjarabætur. Úrskurðurinn var birtur daginn efti kjördag og hefur valdið mikilli ólgu í samfélaginu. 
 
Meðal þeirra sem hafa krafist þess að Alþingi grípi inn í og dragi úrskurð Kjaradóms til baka er Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og varaforseti ASÍ. Hún hefur haft stór orð um úrskurðinn og talið hann bera vott um skort á raunveruleikatengslum og að með honum sé verið að kasta sprengju inn á vinnumarkaðinn þannig að launþegum misbjóði ragnlætið sem þessi niðurstaða hefur í för með sér.
 
Ólafía Rafnsdóttir virðist vera búin að gleyma fjölmiðlaumfjöllun sem varð á síðasta sumri þegar tekjublað Frjálsrar verslunar kom út. Þá var upplýst að hún hafði sjálf hækkað í launum um 45% milli ára á sama tíma og félagar í VR höfðu fengið almennar kjarabætur sem námu 6% samkvæmt kjarasamningum sem Ólafía gerði fyrir þá. Mánaðarlaun Ólafíu höfðu hækkað úr 968 þús.kr. í 1.407 þús. kr. á mánuði eða um 45%.
 
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, skrifar af þessu tilefni langa grein sem birtist á vef Kvennablaðsins og fylgir hér með:
                                                
http://kvennabladid.is/2016/09/01/ad-praktisera-thad-sem-thu-predikar/
Ólafía Rafnsdóttir, fromaður VR og varaforseti ASÍ, stendur berskjölduð eftir þegar litið er yfir þær staðreyndir sem Ragnar Þór rekur í grein sinni. Hann virðist búa yfir öllum upplýsingum málsins og því virðist Ólafía ekki hafa sér neitt til málsbóta.