Heimir hugsi eftir að hafa horft á veðurfréttir – Af hverju er þessu ekki breytt?

Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson varpaði fram áhugaverðri spurningu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem vakti talsverða athygli meðal fylgjenda hans.

Heimir virðist hafa verið að horfa á veðurfréttir í Sjónvarpi allra landsmanna í gærkvöldi þegar hann sá veðurkort sem sýnir veðrið klukkan 15. Veltir hann fyrir sér hvort ekki væri heppilegra að sýna veðrið á öðrum tíma dags en klukkan 15 þegar flestir eru enn í vinnu.

„Afhverju ekki að sýna spá sem miðast við kl 7 og 9 á morgnana og 16 og 18 seinni partinn, þegar flestir eru að fara í og úr vinnu? Eru það ekki betri upplýsingar fyrir almenning?,“ spyr Heimir og er óhætt að segja að margir hafi tekið undir með honum.

„Alveg sammála þér, Heimir,“ segir í einni athugasemd.

Þá bendir einn til dæmis á að þetta sé gert í danska sjónvarpinu; staðan sýnd annars vegar snemma að morgni og hins vegar síðdegis.