Guðni: Ó­svikin gleði­stund að sjá Svan­dísi taka á móti bólu­efninu

„Fyrsti skammturinn af bólu­efni gegn Co­vid-19 er kominn til landsins. Það var ó­svikin gleði­stund að fylgjast með Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra og þrí­eykinu taka á móti því í morgun.“

Þetta segir Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, á Face­book-síðu sinni.

Fyrstu tíu þúsund skammtarnir af bólu­efni Pfizer gegn CO­VID-19 komu til landsins í morgun og var bólu­efnið af­hent form­lega skömmu síðar í höfuð­stöðvum Dis­ti­ca í Garða­bæ. Við af­hendinguna voru við­stödd Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra, Ásta Valdimars­dóttir ráðu­neytis­stjóri, Alma Möller, land­læknir, Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir og Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn.

Svan­dís sagði að dagurinn í dag væri dagur góðra frétta og óskaði hún lands­mönnum til hamingju. „Mikið sem ég vildi að við gætum séð brosin bak við grímurnar en ég get full­vissað ykkur öll um að það eru víða bros á and­litum á Ís­landi í dag.“

Guðni tekur undir þetta en hann minnir á að enn er nokkuð í land þar til sigur vinnst í bar­áttunni gegn veirunni skæðu. „Bólu­setningin sjálf verður lang­hlaup en ekki kapp­hlaup, sýnum þolin­mæði og gætum enn sótt­varna, en leyfum okkur um leið að horfa bjart­sýn fram á við.“