Fylgi við ríkisstjórn bjarna ben hrynur

Ný skoðanakönnun MMR sýnir að ríkisstjórnin er rúin trausti. Fylgi við hana er komið niður í 27% sem er svipað og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hafði í apríl 2016 eftir að Tortólahneykslið kom upp.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð með stuðningi 32 þingmanna. Ef kosið yrði nú og niðurstaðan yrði í samræmi við þessa MMR könnuð þá missti ríkisstjórnin 11 af þessum 32 þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fjórum eins og Björt framtíð og Viðreisn tapaði þremur þingmönnum.

Samkvæmt könnun MMR ættu þingsæti að skiptast svona: Sjálfstæðisflokkur 17, Viðreisn 4, VG 14, Píratar 9, Framsókn 8, Samfylking 7 og Flokkur fólksins 4.

Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur dalað um 5% á einum mánuði. Viðreisn og BF bæta við sig en aðrir breytast lítið.

Menn hljóta að velta því fyrir sér hver sé skýringin á fylgishruni ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Skýringarnar eru vafalaust margar. Bent er á að það skorti leiðsögn og forystu af hálfu forsætisráðherra sem hefur lítið sést í allt sumar nema þá helst á bökkum laxveiðiáa eða á fótboltaleikjum. Hann hefur alla vega ekki verið sýnilegur við að stjórna landinu.

Margar aðrar ástæður koma til en ekki er með neinum rökum hægt að benda á að fylgistap ríkisstjórnarinnar stafi af verkum stjórnarandstöðunnar.

Hafi ríkisstjórnin verið verklítil þá er stjórnarandstaðan verklaus.

 

Rtá