Frumkvöðlar í þróun á témphe á Íslandi

Janúar er mánuðurinn sem gjarnan er kallaður veganúar og íslenskum grænkerum fjölgar ár hvert. Fjölbreytni af grænkeraréttum og vistvæni matvöru fer ört vaxandi og hefur aldrei verið meiri. Vegangerðin er eitt frumkvöðlafyrirtækið sem framleiðir græna íslenska matvöru án dýrafurða.

Frumkvöðlarnir Atli Stefán Yngvason og Kristján Thors stofnuðu og eiga Vegangerðina. Þeir leiddu saman krafta sína og þekkingu og eru að framleiða og selja vistvæna matvöru sem inniheldur engar dýraafurðir úr íslensku hráefni svo hægt sé að lágmarka kolefnisspor. Kristján hefur marga ára reynslu í matvælaiðnaði og sérþekkingu á gerjun, kláraði háskólagráðu í matreiðslu við Le Cordon Bleu í Bandaríkjunum. Atli Stefán er viðskiptafræðingur og frumkvöðull. Tvær vörur hafa verið í þróun hjá fyrirtækinu síðustu mánuði, témpeh úr byggi og Hátíðarsteik Vegangerðarinnar.

M&H Vegangerðin 3.jpeg

Frumkvöðlarnir segjast hafa unnið lengi að þróuninni og ferlið hafi tekið tíma. „Við höfum unnið að þróun á témpeh-vörunni í töluvert langan tíma og fengum meðal annars styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga, sem að hefur hjálpað okkur mikið í vöruþróuninni. Témpeh er vistvæn og gómsæt vara sem er gerjuð úr kornmeti eða baunum og sveppagróum,“segir Kristján.

M&H Vegangerðin 4.jpeg

„Samfélagsvitund hefur verið að aukast á umhverfisáhrifum matvæla, eins og kolefnisspori við að framleiða og flytja þau milli landa. Við viljum taka þátt í náttúruvernd og stefnum að sjálfbærri framleiðslu með notkun innlendra hráefna,“segir Atli.

Meira um framtíðaráætlanir í vistvæni matvöruframreiðslu Atla og Kristjáns hjá Vegangerðinni í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endursýning er klukkan 21.00 í kvöld.