Frosti og máni hundeltir af kirkjunni

Dagskrárgerðarmennirnir og þjóðmálarýnarnir Frosti og Máni sem halda úti útvarpsþættinum Harmageddon voru gestir Kvikunnar á Hringbraut í gærkvöld - og óðu þar á súðum eins og þeim einum er lagið, en þáttinn má nú sjá hér á vef stöðvarinnar.

Í ítarlegu viðtali fara þeir félagar yfir ferilinn saman, vináttuna, vesenið, andófið, viðbrögðin við dagskrárgerð þeirra. Fram kemur í þættinum að mjög mikil viðbrögð hafi oft orðið frá Biskupsstofu og prestum landsins í kjölfar umfjöllunar þeirra. Einnig verður rætt um samband þeirra tveggja innbyrðis en Frosti og Máni eru svo góðir vinir að Máni nefndi son sinn í höfuðið á Frosta.

Frosti og Máni leyfa áhorfendum að skyggnast bak við tjöldin í þættinum. Þeir tala tæpitungulaust þegar kemur að mati þeirra á íslenskum nútímastjórnmálum sem og mörgum fleiri samfélagsmálum eins og sjá má í þessu myndbroti hér en þar kemur fram að Frosti og Máni vilja breyta samfélagin og telja að til þess þurfi meira hugrekki.

Kvikan er í umsjá Björns Þorlákssonar og verður þátturinn með Frosta og Mána endursýndur í dag og um helgina, en allar Kvikur eru einnig aðgengilegar á vef stöðvarinnar, hringbraut.is, svo sem eins og allior þættir stöðvarinnar.