Fjögurra flokka stjórn eftir allt saman?

Afturhaldsflokkarnir gera nú lokatilraun til að reyna að koma í veg fyrir myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks með Viðreisn og Bjartri framtíð.  VG og Framsókn hafa verið að ráða ráðum sínum með það að markmiði að gera Sjálfstæðisflokknum tilboð um myndun stjórnar sem tryggði að engar breytingar yrðu gerðar í sjávarútvegi, landbúnaði, gjaldeyrismálum eða hvað varðar stefnu gagnvart útlöndum, einkum Evrópu.

Vinstri grænir eru klofnir í afstöðu sinni til mögulegra ríkisstjórna og þeim stendur ógn af því að sitja uppi með það að gerast “varadekk” fyrir fallna ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem VG gagnrýndi allra flokka harðast fyrir spillingu og þjónkun við þá efnameiri í samfélaginu. Talið er að VG muni krefjast þess að Samfylkingin verði tekin með í slíkt stjórnarsamstarf ef af verður. Með því telur VG að þeir þurfi ekki einir að svara fyrir það að hafa framlengt líf gömlu hægri stjórnarinnar.

Með því að taka Samfylkinguna með, verða þessir flokkar samtals með 42 þingmenn á bak við sig, ef allt er talið. Hins vegar treystir enginn á Sigmund Davíð, Gunnar Braga og jafnvel 1-2 aðra þingmenn Framsóknar. Þá er talið víst að einhverjir þingmenn VG gætu ekki hugsað sér að vinna með þeim sem fyrrum þingmaður þeirra, Álfheiður Ingadóttir, hefur nýlega kallað “brennuvarga” sem ekki komi til greina að vinna með. Álfheiður átti þá við Sjálfstæðisflokkinn. Hún er innsti koppur í búri “flokkseigenda” í VG. Þó einhverjir í hópi 42 þingmanna vildu ekki bera ábyrgð á þessari stjórn þá væri nægur meirihluti á bak við hana. 

Þarna yrði á ferðinni vinstri stjórn, eins og færa má rök fyrir að yrði, enda má fullvíst telja að VG fari ekki í ríkisstjórn án þess að semja um verulegar skattahækkanir á tekjuhærra fólk og “þá ríku”. Væntanlega yrði að bæta við hátekjuskattþrepi á þá sem hafa yfir eina milljón á mánuði í launatekjur, endurvekja auðlegðarskatt og hækka fjármagnstekjuskatt.

Nú er spurningin hvort Sjálfstæðisflokknum hugnast þessi samsetning betur en hægri- og miðjustjórn sem undirbúin hefur verið síðstu vikurnar.

Verði niðurstaðan sú að mynda þessi fjögurra flokka stjórn, þá gæti ráðherraskipan verið þannig að Sjálfstæðisflokkur fengi forsætisráðherra, forseta þings og tvo aðra ráðherra. VG fengi fjármálaráðuneytið fyrir Steingrím J og þrjá aðra ráðherra, Framsókn fengi þrjá ráðherra, þar á meðal sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið til að gulltryggja óbreytt gjafakvótakerfi. Samfylkin fengi einn ráðherra, trúlega yrði það Oddný Harðardóttir enda er hún með nánast sömu stefnu og Vinstri grænir í flestum málum.

Verði þetta niðurstaðan, þá geta gæslumenn sérhagsmuna