Everest – áfram ísland!

Auðvitað þyrpumst við í bíó til að sjá leikstjórnarafurð okkar manns, Baltasars Kormáks!

Þannig eru fjölskyldur, stoltar af sínu fólki. Þegar vel gengur telur öll þjóðin að hún eigi eitthvað í afreksfólkinu okkar. Það er góð tilfinning og þarf ekki að hafa neitt með þjóðrembu að gera. Baltasar er ekki einn um hituna í Everest, frammistaða Ingvars E. Sigurðssonar er einnig mögnuð í myndinni. Að hitta mann og annan, slökkva á gemsanum, kjamsa á poppi í hlýju rökkri og fá far upp á topp heimsins á rúmum tveimur klukkustundum er ágætis skemmtun.

Sérkennileg upphafning á skaðlegri karlmennsku í Everest mun þó kannski reyna á þolrif sumra. Þá hefur maður eitthvað til að ræða þegar heim er komið!

Ég hefði aldrei farið að sjá Everest ef landar mínir hefðu ekki átt hlut að máli. Ég skammast mín ekkert fyrir þá skoðun.

Það er gaman hvað Ísland  hefur getið af sér margt afreksfólk – á ýmsum og ólíkum sviðum.

Áfram Ísland!