Björt framtíð og viðreisn lifa ekki af án formannsskipta

Ný skoðanakönnun MMR staðfestir þá þróun sem hefur verið að kristallast síðustu mánuði að bæði Björt framtíð og Viðreisn þurfa nýja forystu ef flokkarnir eiga ekki að hverfa.
 
Ljóst er að formenn beggja þessara flokka verða að víkja. Annars mun fylgið halda áfram að minnka þar til flokkarnir hverfa alveg.
 
MMR könnunin sýnir að fylgi BF er komið niður í 2,9% sem þýðir að flokkurinn fengi engan mann kjörinn á þing. Viðreisn mælist einungis með 5,2% en 5% þarf að lágmarki til að fá mann kjörinn á þing. Viðreisn hefur þegar tapað helmingi þess fylgis sem flokkurinn fékk í kosningunum sl. haust.
 
Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppé eru ekki að virka sem formenn þessara flokka. Óttar týndist þegar hann varð ráðherra og hann virðist ekki geta tekið ákvarðanir. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra verður að taka við formennsku BF sem fyrst. Annars fer illa fyrir flokknum.
 
Benedikt ræður ekki við að leiða Viðreisn eins og allar skoðanakannanir sýna. Nýja MMR könnunin er bara í línu við aðrar slíkar síðustu fjóra mánuði. Helmingur kjörfylgisins er horfinn og Benedikt hefur engin ráð. Karlinn í brúnni fiskar ekki og þá þarf nýjan í brúnna.
 
Kjósendum finnst Benedikt hafa svikið flest helstu kosningaloforð Viðreisnar og fórnað allt of mörgum hugsjónum fyrir fjármálaráðherrastólinn sinn.
 
Fylgistap Viðreisnar í boði Benedikts Jóhannessonar eru að sönnu vondar fréttir fyrir flokkinn.
 
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að flokkurinn á marga öfluga stjórnmálamenn sem gætu tekið við formennsku í Viðreisn og komið flokknum á sigurbraut að nýju.
 
Þeir finnast bæði innan þings og utan.
 
 
rtá.