Ást­þór sendi Pútín og Selenskí til­lögur að friðar­sam­komu­lagi: „Getur ein­hver komið vitinu fyrir þetta fólk?

Ást­þór Magnús­son, fyrr­verandi rað­fram­bjóðandi til for­seta Ís­lands, greinir frá því á Vísir.is í dag að ár sé liðið síðan hann sendi Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu og Vla­dimir Pútín for­seta Rúss­lands bréf með friðar­til­lögum fyrir stríðið í Úkraínu.

Engin svör hafa borist og er ekki er vitað hvort þeir gáfu sér tíma til að lesa bréfið.

„Fyrir rúmu ári síðan sendi Friður 2000 for­seta Úkraníu og Rúss­lands till­lögur að friðar­sam­komu­lagi og biðluðu til ís­lenskra stjórn­valda að beita sér fyrir friðar­samningum. Viljum við fórna Ís­landi í stundar­brjál­æði og gera Ís­land og Ís­lenskar flug­vélar að lög­mætum skot­mörkum í brjálaðri styrj­öld sem við nú styðjum með flutningum á dráp­stólum,“ skrifar Ást­þór en han sakar þar Ís­land um að vera styðja við hryðju­verk.

„Elon Musk birti nokkrum mánuðum síðar svipaðar till­lögur á Twitter sem raun­hæfa lausn á deilunni. Hann upp­skar ó­hróður frá upp­tjúnuðu stríð­sæsinga­liði í Úkraínu og for­setanum Zelen­sky sem var á á­líka nótum og Geor­ge W. Bush þegar hann var að undir­búa Íraks­stríðið og smala í lið hinna viljugu þjóða með hótana­hlöðnum full­yrðingum, að þær þjóðir sem ekki styddu árás vest­rænna þjóða á Írak styddu hryðju­verka­mennina,“ heldur Ást­þór á­fram.

„Sagan hefur síðan leitt í ljós að hinar viljugu þjóðir, þar á meðal Ís­land, báru á­byrgð á drápum hundruð þúsunda al­mennra borgara í ó­lög­mætu stríði sem rétt­lætt var með lyga­þvælu. Þegar ég varaði við því ráða­bruggi að senda ís­lenskar far­þegar­flug­vélar með vopn og her­menn, og vakti at­hygli á þeirri stað­reynd að inn­rás í Írak væri byggt á lygum og ó­lög­mætt, var mér um­svifa­laust varpað í fangelsi á Litla Hrauni. Nú í dag erum við aftur að taka þátt í stríði með beinum hætti og gagn­rýnis­raddir þaggaðar niður og skil­greindar sem “hatur­s­orð­ræða.”

„Ég reyndist sann­spár um að við værum á leið í styrj­öld við Rúss­land. Nú er siglt fullri ferð í þriðju heims­styrj­öldina sem sér­fræðingar skjálfa yfir að muni enda með notkun kjarn­orku­vopna. Einn ráð­herra ís­lensku ríkis­stjórnarinnar hefur tjáð mér að lítið sé talað um á­standið á ríkis­stjórnar­fundum þrátt fyrir að Ís­land, með banda­ríska her­stöð, sé eitt aug­ljósasta skot­markið.“

„Ný­lega varð uppi fótur og fit út af flug­vél Land­helgis­gæslunnar sem ráð­gert var að selja úr landi og talað um þjóðar­öryggi. Hvernig á sú gamla flug­vél að bjarga þjóðinni frá kjarn­orku­sprengjum? Ekkert mun bjarga okkur frá slíkum hörmungum nema ný hug­mynda­fræði friðar við allar þjóðir,“ skrifar Ást­þór

Hann spyr svo: Getur ein­hver komið vitinu fyrir þetta fólk?

„Sam­tökin Friður 2000 eru til­búin til að virkja tengsl sín við helstu fræði­menn heims í friðar­málum til að að­stoða ráða­menn að finna raun­hæfa lausn til varan­legs friðar og af­vopnunar. Við vonum að ein­hverjir geti komið vitinu fyrir for­ystu Ís­lands að leita slíkra leiða áður en það er of seint,“ skrifar Ást­þór að lokum.

Bréfið og tillögur Ástþór má sjá hér að neðan.