Ásmundur friðriksson er úti að aka

Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokks finnst ekkert athugavert við það að þyggja aksturspeninga frá Alþingi sem nema tvöföldum lífeyri öryrkja á mánuði. Aksturspeningar hans árið 2017 námu 4,6 milljónum króna eða að meðaltali 385,000 krónum á mánuði. Um er að ræða meðaltal allra mánaða en þingið starfar ekki allt sumarið og tekur löng páskaleyfi og jólahlé.

 

Ásmundur boðar meðal annars aðhald og sparnað í ríkisrekstri í málflutningi sínum á Alþingi. Miðað við framangreindar fjárhæðir er tvískinnungur hans yfirgengilegur. Í samtölum við fjölmiðla virðist honum ekki þykja þetta mikið mál eða merkilegt. Valdhrokinn er auðsær og mjög í anda annars sem kemur frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana eins og allur málflutningur Sigríðar Andersen, hins dæmda dómsmálaráðherra, er trúlega besta dæmið um.

 

Þetta er svosem ekki í fyrsta skiptið sem þingmaðurinn Ásmundur er úti að aka. Skemmst er að minnast upphlaupa sem urðu í fyrra vegna kuldalegrar afstöðu hans til innflytjenda sem ekki varð til að hjálpa flokknum í kosningunum þar sem hann tapaði 5 þingmönnum og er nú með minnsta þingflokk sinn í sögunni.

 

Vitleysan í kringum Ásmund keyrir nú um þverbak með þessari nýjustu uppákomu.

 

Rtá.