Aftur til fortíðar – amerískur andblær og rómantík með mjólkurhristing í hönd

Á Egilsstöðum er hinn stórglæsilegi veitingaskáli Diner starfræktur. Staðurinn hefur verið innréttaður í anda sjötta áratugarins (50´s) að amerískri fyrirmynd og sannarlega lífleg upplifun að koma þangað inn og upplifa stemninguna. Þarna er auðveldlega hægt að hverfa til fimmta áratugarins og njóta girnilegra rétta. Hver man ekki eftir Grease bíómyndinni sígildu sem kom út árið 1978, bíómynd sem eldist merkilega vel og má með sanni segja að þessi skemmtilegi veitingastaður sé að hluta til í anda Grease kvikmyndinnar sem höfðaði vítt og breitt til stórs aldurshóps hér á árum áður.

Sjöfn hittir Sigrúnu Jóhönnu Þráinsdóttur einn eiganda og framkvæmdastjóra staðarins og fær innsýn í tilurð staðarins og áherslur en fjölskyldan hennar á og rekur nokkra veitingastaði á Egilsstöðum, Skálann Diner, Salt Bistró, Glóð sem og Hótel Valaskjálf og Hótel Hallormstað. „Við fjölskyldan tókum að okkur svolítið uppbyggingarstarf og núna seinast tókum við Fellabakstri og erum því líka að með tvö bakarí, annars vegar á Egilsstöðum og hins vegar í Fellabæ.

M&H Diner 6.jpeg

M&H Diner 8.jpeg

Þegar Sjöfn spyr Sigrúnu um hugmyndafræðina bak við Skálann Diner segir Sigrún að pabbi hennar og fjölskyldan hefðu viljað koma með eitthvað alveg nýtt. „Hugmyndafræðin var að koma með stað sem væri ekki til neins staðar annars staðar og hugmyndina að því að vera með amerískan diner kom pabbi minn, Þráinn, með eftir að hafa verið í Bandaríkjunum að ferðast og skoða staði í þessari mynd,“segir Sigrún. Skálinn Diner er fyrsti staðurinn sinnar tegundar á Íslandi og sennilega sá eini jafnframt. Gamli Shellskálinn á Egilsstöðum man fífil sinn fegurri og lauk áratuga löngu hlutverki sínu við þá sem sóttu þjónustu sína þangað. Í stað Shellskálans hefur Diner-inn tekið við með sjarmerandi litríkum innréttingum í anda sjötta áratugarins þar sem tónlist þess ómar á meðan viðskiptavinirnir gæða sér á ljúfengum réttum staðarins og geta átt notalega stund í anda sjötta áratugarins.

Hugsað var fyrir hverju smáatriði þegar staðurinn var hannaður, innanstokksmunir, litir, myndir og hvaðeina til að fá framúrskarandi heildarmynd á útliti staðarins í þessum anda. „Við pöntuðum öll húsgögn að utan, til að mynda stóla, borð og bekki, Afgreiðsluborðið er alveg sérstaklega hannað fyrir staðinn og mósaikflísarnar fanga augað,“segir Sigrún og bætir því jafnframt við að litirnir séu valdir með það að leiðarljósi að gleðja.

M&H Diner 2.jpeg

Diner-inn býður upp á ekta amerískan morgunmat og þar er líka hægt að gæða sér á ekta amerískum pönnukökum alla daga. Í boði er fjölbreyttur matseðill í anda slíkra diner staða vestanhafs og má þar nefna hamborgara og mjólkurhristinga af hinum ýmsum gerðum. Skálinn Diner rekur jafnframt glæsilega ísbúð með miklu úrvali innan staðarins. Það er engum blöðum um það að flétta að þeir sem reka staðinn halda sig auðsjánlega við ameríska diner fyrirmyndir og allt það besta í hugmyndafræðinni um diner staðina er sótt til Bandaríkjanna.

Litrík og skemmtileg heimsókn Sjafnar á Skálann Diner í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld.

Þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00.