Tímaritið fjármál og ávöxtun aðgengilegt á hringbraut

Jón G. Hauksson, umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Viðskipti á Hringbraut, hefur gefið út tímaritið Fjármál og ávöxtun. Hægt er að nálgast tímaritið í heild sinni á Hringbraut.

Í tímaritinu er að finna upplýsingar um raunávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi, sem og sjóða helstu verðbréfafyrirtækjanna.

Meirihluti reikninga með neikvæða raunávöxtun

Talsvert fleiri innlánsreikningar banka og sparisjóða voru með neikvæða raunávöxtun en jákvæða á síðasta ári. Svipuð niðurstaða var varðandi sjóði helstu verðbréfafyrirtækjanna; munurinn þó ekki eins mikill. 3,2 prósent verðbólga og 22 prósent fjármagnstekjuskattur höfðu verulega neikvæð áhrif á ávöxtun innan fjármálakerfisins. Hækkun neysluvöruverðs vísitölu til verðtryggingar var notuð til að finna út verðbólguna.

Þetta kemur fram í yfirliti sem Jón G. tók saman í leiðara um ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi og sjóða helstu fjármálafyrirtækjanna.

Í úttekt Jóns voru alls 216 innlánsreikningar og sjóðir skoðaðir í öllu fjármálakerfinu. Reyndust 97 þeirra með jákvæða raunávöxtun en 119 með neikvæða. Fjölgaði þeim síðarnefndu upp í 155 eftir fjármagnstekjuskattinn.

Leiðara Jóns G. í heild sinni má lesa hér.