Kristján þór hefur lokið verki sínu og getur nú hætt

Kristján Þór Júlíusson ráðherra sjávarútvegs-og landbúnaðarmála hefur allan sinn feril verið í eigu sægreifa og bænda. Hann er sá íslenskur stjórnmálamaður sem hefur á seinni árum verið hvað lengst í burtu frá því að hafa sjálfstæða skoðun. Ekki þarf að fara hér út í að lýsa ferli hans innan sjávarútvegs og hverjir gerðu hann að því sem hann hefur orðið að nafninu til.

 

Ein af ástæðum þess hve lítð fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur er þessi þjónkun við sérhagsmuni sjávarútvegs og landbúnaðar sem birtist hvað best í störfum – eða starfsleysi Kristjáns. Það er helst að hann opni augun þegar þarf að bæta kjör sægreifa. Nú hefur hann náð því fram að láta þingið lækka veiðileyfagjöld um 4 milljarða á sama tíma og klipið er af öryrkjum. Sjávarútvegur tímir ekki að borga afgjald fyrir afnot af þessari auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum. Greinin notar skósvein sinn til að lækka eðlilega leigu um 4 milljarða þegar hefði frekar átt að hækka um sömu fjárhæð.

 

Nú hefur Kristján Þór klárað að gefa bakhjörlum sínum 4 milljarða. Er hægt að biðja hann um meira? Getur hann ekki hætt núna? Ekki geta þeir sem hafa gert hann út um árabil beðið hann um meira. Hans tími kom og hans tími er liðinn. Hann er búinn að borga upp í topp. Nú getu Kristján Þór Júlíusson hætt.

 

Sægreifar og bændur geta ekki beðið Kristján Þór um meira. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður fyrir 20% í nýjustu skoðanakönnunum og Framsókn mælist með eins stafs prósentutölu. Ætla þeir sem ráða þessum flokkum ekki að hætta fyrr en fylgi þeirra hverfur algerlega?

 

Kristján þór Júliusson er tákngerfingur þeirrar einkahagsmunaspillingar sem er að ríða þessum tveimur framsóknarflokkum að fullu.

 

Höldum áfram að minnka fylgi þessara tveggja spilingarflokka: Framsóknarlaust Ísland er jólagjöfin í ár!

 

Rtá.