Hörkukeppni við google. vilborg helga, forstjóri já, hjá jóni g. í kvöld

Það verður víða komið við í Viðskiptum með Jóni G. í kvöld.  Gestir Jóns að þessu sinni eru þau Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já, Guðjón Már Guðjónsson í OZ og Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður Stjórnvísi og vörustjóri Kynnisferða. Stafræna byltingin, Já er ekki bara já, ráðstefna Stjórnvísi um traust, sjónvarpsbyltingin hjá OZ og 326 milljóna króna þróunarstyrkurinn sem OZ fékk frá Evrópusambandinu á dögunum.

Fyrirtækið Já er sannkallað vaxtarfyrirtæki. Það hefur vaxið um 11% á ári frá árinu 2005 og veltir núna um 1,5 milljarði króna.  Ein helsta nýjung fyrirtækisins er Já-appið og vöruleitin en um 600 þúsund vörur eru á skrá og þar með er risinn Google orðinn skæður keppinautur fyrirtækisins.

 Stórgott viðtal við Vilborgu. Kl. 20:30 í kvöld.