Hlutafjárútboð Icelandair 12,5%

Icelandair Group:

Hlutafjárútboð Icelandair 12,5%

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Í viðræðum Icelandair Group um kaupin á WOW air sl. haust samþykkti hluthafafundur félagsins að efna til hlutfjárútboðs. Þetta kemur fram í samtali þeirra Jóns G. og Boga Nils Bogasonar í kvöld. Þrátt fyrir að hætt hafi verið við kaupin á WOW er félagið með það á stefnuskrá sinni að halda sig við fyrri ákvörðun og efna til hlutafjárútboðs sem jafngildir um 12,5% hlutafjáraukningu. Eiginfjárstaða Icelandair Group er engu að síður sterk; eða í kringum 60 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um 30%. Lífeyrissjóðirnir eru helstu eigendur Icelandair og um þá hefur oftar en ekki verið sagt að þeir séu uppspretta fjármagns í landinu. Það er mikill styrkur fyrir öll fyrirtæki að vera með sterkt bakland.

Nýjast