Hagvöxturinn búinn í bili; hvernig verður markaður hlutabréfa það sem eftir lifir árs?

Hagstofan og greiningardeildir bankanna birtu á dögunum nýja þjóðhagsspá um samdrátt í landsframleiðslu á þessu ári og spáir Hagstofan að hann verði -0,2%. Þar vegur minni fjöldi ferðamanna og loðnubrestur þungt. En hvað gerist þá á hlutabréfamarkaðnum það sem eftir lifir árs?

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er gestur Jóns G. í kvöld og þar fara þeir yfir þessi mál. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um yfir 32% frá áramótum og þeir hafa verið margir „grænu dagarnir“ í Kauphöllinni á árinu. Og það hefur verið líflegt á markaðnum þrátt fyrir búsifjar í fluginu og sjávarútveginum og fremur strembnar kjaraviðræður. En er hækkunin í Kauphöllinni komin fram á árinu vegna kyrrstöðu í hagvextinum? Það er nú það; fjárfestar horfa ætíð á fyrirtækin sjálf, framtíðartekjur og hagnað þeirra, stjórnendurna og hversu líkleg fyrirtækin séu til að vaxa og dafna. Það verða áfram spennandi tímar í Kauphöllinni.

Viðtalið við Pál má nálgast hér: