Vilt þú spara pening? stórsnjallar leiðir til að fá meira út úr matvælunum: myndir

Þegar verðlag virðist fara stöðugt hækkandi er gott að vita hvernig er hægt að nýta matvælin til hins ýtrasta. Sumar grænmetistegundir má endurnýta og ekki skaðar að vita að það sem er ræktað í eldhúsglugganum er laust við öll eiturefni. Kíkið á þessar  einföldu og stórsnjöllu leiðir til að fá meira út úr matvælunum.

\"\"

Eitt það auðveldasta að fá til að vaxa er vorlaukurinn. Þú einfaldlega setur neðsta partinn með rótunum í vatn. Klippið eftir þörfum. Ef vorlaukurinn vex svo mikið að þú hefur ekki undan má skera hann niður og frysta í lokuðum plastpoka.

\"\"

Blaðlaukur líkt og vorlaukurinn heldur áfram að vaxa ef neðsti hluti stilksins er settur í vatn. Hann vex þó ekki eins hratt og vorlaukurinn. Takið af eftir þörfum.

\"\"

Salat heldur áfram að vaxa ef það er sett í vatn.

\"\"

Sellerí er þarf að setja í mold. Skerið neðsta hlutann af búntinu og setjið í vatn í grunnri skál. Látið standa yfir nótt. Setjið í pott og vökvið vel.

\"\"

Allar þessar grænmetisplöntur má færa yfir í mold og hafa í blómapotti úti í glugga eftir að rætur hafa myndast.