Heilsu­gæslan á morgun á Hringbraut: Kórónu­veiran

Í þættinum á morgun verður fjallað um CO­VID-19 eða kóróna­veiruna. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni og Sig­ríður Dóra Magnús­dóttir fram­kvæmda­stjóri lækninga hjá Heilsu­gæslu Höfuð­borgar­svæðisins sitja fyrir svörum. Við ætlum meðal annars að fara yfir út­breiðslu veirunnar, hvort gælu­dýr séu smitandi og hvort lyf séu væntan­leg.

Við heim­sækjum einnig gáma­einingu Land­spítalans og ræðum við Helgu Rósu Más­dóttur deildar­stjóra Bráða­mót­tökunnar um sýna­töku og förum á blaða­manna­fund hjá al­manna­vörnum.

Ó­missandi þáttur af Heilsu­gæslunni á fimmtu­daginn kl 21:30