Stærsta á­skorun Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins til þessa

Gestur Sjafnar Þórðar í sér­þætti Heilsu­gæslunnar um CO­VID 19 var Óskar Reyk­dals­son for­stjóri Heils­gæslu höfuð­borgara­svæðisins

Óskar Reyk­dals­son for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins sagði í sér­þætti Heilsu­gæslunnar að heims­far­aldurinn sem við búum við í dag, Co­vid19, væri sannar­lega mikil á­skorun í ljósi þess að Heilsu­gæslan heldur úti mjög fjöl­breyttri þjónustu. Má þar nefna að í fyrsta lagi rekur Heilsu­gæslan 19 starfs­stöðvar á höfuð­borgar­svæðinu, sinnir heima­hjúkrun á stóru svæði innan höfuð­borgar­svæðisins, sinnir heilsu­gæslu- og geð­heil­brigðis­þjónustu í fangelsum, sinnir geð­heil­brigðis­þjónustu með geð­heil­brigði­s­teymum víðs vegar um höfu­borgina og svona má lengi telja.

Þetta væri fjöl­breytt og mikil starf­semi með 700 starfs­mönnum Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins og ef teknar eru með einka­reknu einingarnar má telja að það séu um eitt þúsund starfs­menn sem eru að sinna þessari þjónustu í dag.

„Þessi mikla á­skorun hefur haft gríðar­leg á­hrif á öllum þessum stöðum. Það er alveg ó­trú­legt hvað breytingarnar hafa orðið miklar á stuttum tíma hjá okkur eins og nánast hjá öllum fyrir­tækjum á höfuð­borgar­svæðinu, alls staðar á landinu og nánast um allan heiminn eins og staðan er í dag,“ sagði Óskar og bætti við að það hafi orðið miklar breytingar á starf­seminni.

Óskar nefndi jafn­framt að yfir­völd hér á landi hefðu tekið rétt á málunum, allar á­kvarðanir hafi verið teknar á vandaðan og yfir­vegaðan hátt og það sem væri ein­kennandi fyrir þennan far­aldur að það væru fag­legir stjórn­endur sem stýra í brúnni. Átti hann þar við þrí­eykið, sótt­varna­lækninn Þór­ólf Guðna­son, Ölmu Möller Land­lækni Víði Reynis­son yfir­lög­reglu­þjón hjá Ríkis­lög­reglu­stjóra.

„Þau hafa stóran her á bak við sig sem hafa unnið ein­stak­lega fag­lega og vand­lega að öllum málum og ég held að það sé hluti af því hversu vel okkur gengur. Það sést til dæmis í því að dánar­tíðnin per íbúa er sú tala sem gjarnan er notuð til að meta árangur, er lág hér,“ sagði Óskar.

Óskar sagði að allt þetta sem væri verið að gera snúist um að bjarga manns­lífum, huga að þeim sem eldri eru, þeim sem eru við­kvæmari og þeim sem minna mega sín og tryggja að þeir sýkist ekki því að þeir fara verst út úr því. Að­spurður telur Óskar að tala smitaðra haldi á­fram að hækka næstu tvær vikurnar en í fram­haldi fari að draga úr smitum.

Hann er hins vegar á því að þá taki við aðrar á­skoranir sem hann hefur miklar á­hyggjur af. Nefndi hann at­vinnu­leysi, sem er mikið á­hyggju­efni eins og staðan er í dag, fé­lags­lega ein­angrun, mennta­málin, fé­lags­málin og býst fast­lega við að öll ráðu­neytin muni þurfa að bregðast við nýjum á­skorunum þegar fram í sækir.

Í ljósi breyttra tíma vegna CO­VID19 hefur nálgun fólks að heilsu­gæslunni breyst, öllum er þó sinnt en með öðrum hætti. Áður var það svo að allir gátu mætt og fengið tíma en í ljósi á­standsins hafa orðið breytingar á þjónustunni. Núna er síminn aðal­sam­skipta­leiðin og allir hafa að­gang að því að panta síma­tíma.

Óskar sagði að sú þjónusta væri til staðar allan sólar­hringinn, þar sem fólk gæti hringt á sína heilsu­gæsla á dag­vinnu­tíma og bókað tíma og í síma­númerið 1700 eftir dag­vinnu­tíma.

Einnig væri í boði net­spjall í gegnum síðu sem heitir Heilsuvera sem er opið allan sólar­hringinn auk þess sem þar er að finna fjöldann allan af upp­lýsingum og leið­beiningum meðal annars um Co­vid19. Að sögn Óskars er mikil fjölgun þeirra sem nýta sér þessar nýju sam­skipta­leiðir og verk­efnum innan heilsu­gæslunnar hafi fjölgað um 40%, það er að segja 40% aukning sam­skipta á þessu tíma­bili sem er gríðar­leg aukning.

Mikil­vægt er að vernda heil­brigðis­starfs­fólk og þessar breyttu sam­skipta­leiðir eru að­gerðir gegn því.

Sjöfn og Óskar ræddu um væntingar Óskars á þróuninni á Co­vid19 næstu daga og sagði Óskar að sínar væntingar væru þær að hér á landi næðum við að halda í þessa á­ætlun sem búið er að setja með mögu­lega bestu spá, að það verði til­tölu­lega fáir sem veikjast og okkur takist að vernda þá sem eru við­kvæmari og þá sem eru eldri en erum undir­búin undir það verra.