Var ragnheiður elín á leið í stjórn ísavía?

Stjórnendur ÍSAVÍA óttuðust mest í síðustu viku að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum ráðherra, væri á leiðinni í stjórn félagsins sem hélt aðalfund í vikunni. Fregnir höfðu borist af því að hún sækti fast að fá sæti í stjórninni, helst sem formaður. Ekki varð af því og gátu stjórnendur ÍSAVÍA andað léttar þegar ný stjórn var tilkynnt.

Þeir sem koma nýjir inn í stjórnina eru Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N-1 hf. Endurkjörnir voru þeir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express flugfélagsins og síðar aðstoðarmaður ráðherra Framsóknarflokksins.

Stjórn þessa mikilvæga fyrirtækis er því öll skipuð fagfólki og en engum föllnum ráðherrum eða fyrrverandi þingmönnum. Það eru gleðileg tíðindi.