Þú þarft ekki að vera veikur til þess að fara til læknis eða leita læknisráða

Helga María heldur áfram að veita góð heilsuráð. English version below.

Þú þarft ekki að vera veikur til þess að fara til læknis eða leita læknisráða. Farðu reglulega í heilsufarsskoðun, ekki allir sjúkdómar eru með augljós einkenni og oft hafa þeir verið einhvern tíma að myndast, jafnvel ár. Það má taka einfalda blóðprufu og sjá hvort að blóðgildin séu innan marka eða járnbirgðir í lagi, athuga fastandi blóðsykur, skila inn þvagprufu og athuga hvort að útskilnaðurinn sé í lagi. Mundu einnig að fara í krabbameinsskimanir og ég minni sérstaklega á að fara í ristilspeglun, en það er miðað við 50 ára aldur. Góð hugmynd er einnig að fara í heimsókn til kírópraktors og skoða stöðuna á hryggnum.

Það þarf stundum að leita til nokkurra mismunandi sérfræðinga til að fá þá aðstoð sem þarf. Það getur verið erfitt að sjúkdómsgreina á nokkrum mínútum og flest okkar fara það sjaldan til læknis að þeir þekkja ekki okkar sögu og því erfiðara að greina vandann. Það má einnig alveg fá annað álit, enda betur sjá augu en auga og stundum er það alveg nauðsynlegt. Líkaminn er flókið fyrirbæri og það þarf að huga vel að honum, en sumt er einfaldlega ekki hægt að koma í veg fyrir og því nauðsynlegt að hlusta á innri líðan og ekki hunsa einkenni þegar þau koma fram. Hugsið vel um ykkur.

Fyrri heilsuráð:

#1 Ekki drekka sykurbætta drykki

#2 Besta leiðin til að fá góðan nætursvefn

#3 Það er ekkert heilbrigði án geðheilbrigðis

*English version

You do not need to be ill to go to a doctor or seek medical advice. You should regularly check your health, not all illnesses have obvious symptoms and they can take a long time to develop, even years. You can take a simple blood test and see if your blood levels are within limits or if you have iron deficiency, check fasting blood glucose, deliver a urine test and check if your urine output is OK. Also remember to go to your cancer scans and I especially want to remind you to go to colonoscopy, which is at age 50. A good idea is also to visit a chiropractor and check the position of the spine.

Also, sometimes you need to go to several different professionals to get the help you nead. It can be difficult to diagnose in a matter of minutes and most of us rarely go to the doctor, and when they don’t know our story it gets harder to diagnose the problem. It may also be convenient to get another opinion, two pair of eyes see better than one and sometimes it is quite necessary. The body is a complex phenomenon and it needs to be carefully considered, some circumstances cannot be prevented, and therefore we need to listen to the inner health and not ignore the symptoms when they occur. Take care of yourself.