Óhrein niðurföll geta valdið veikindum

Ef þú hefur ekki lagt það í vana þinn að hreinsa niðurföllin á heimilinu reglulega þá ættir þú að byrja á því núna.

Rannsókn sem gerð var í háskólanum í austur Anglia rannsakaði óhrein niðurföll og komst að þeirri niðurstöðu að þau geti valdið veikindum hjá fólki.

Hárin, vatnið og sápan sem liggur í niðurföllum eftir sturtu- eða baðferðir stífla ekki einungis frárennslið, heldur er mikill möguleiki á því að þar sé að verða til hið fullkomna heimili fyrir bakteríur. Bakteríurnar geta í kjölfarið þróast yfir í hættulega sýkla sem dreifa sér um heimilið og valda þannig veikindum.

Þetta á einnig við um niðurföll í eldhúsvöskum en þar geta bakteríur skvest upp úr vaskinum og komist í snertingu við matvæli.

Það besta sem þú getur gert til þess að koma í veg fyrir að niðurföllin þín fyllist af bakteríum er að passa upp á að það stíflist aldrei. Ef niðurföllin á heimili þínu hafa stíflast eða eru stífluð er gott að hreinsa þau vel og nota bakteríudrepandi efni til þess að koma í veg fyrir að sýklarnir haldi áfram að fjölga sér.