Sítróna neytt í öll mál!

Reglulega rennur eitthvert æði á Íslendinga, misjafnlega gáfulegt, en þegar það er álíka heilsusamlegt og nýjustu hamfarir landsmanna af þessu tagi eru, þarf ekki að hrista hausinn að neinu ráði. Þess eðla ávaxtar, sítrónu, er nú neytt af slíku kappi á landinu bláa að innflytjendur hafa ekki undan að panta vöruna að utan. Mun skorts á sítrónum ekki hafa orðið vart í annan tíma í nokkru Evrópulandi og er haft fyrir satt að sítrusbændur niðri við suðurhöf hafi undrast mjög þetta skyndilega áhlaup.


Ástæðan er á að giska einföld: Læknar og næringarfræðingar eru á einu máli um ágæti sítrónunnar, einkanlega á fastandi maga. Þannig hefur Hallgrímur Magnússon læknir sagt á fleiri en einum fjölmiðli að heilsufar þjóðarinnar myndi stórbatna ef allir fengju sér sítrónuvatn á morgnana, en með því móti væri hægt að spara mikið af magalyfjum. Í fræðum næringarfræðinnar er á það bent að að sítrónan innihaldi mikið af góðum efnum sem hreinsa eiturefni úr líkamanum. Best sé að kreista hálfa sítrónu í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í glannabítið á morgnana. Og eins og Hallgrímur hefur sagt; það skúri líkamann að innan.