Náttfari
Föstudagur 11. desember 2015
Náttfari
Þriggja vasaklúta viðtal
Eitt kjánalegasta viðtal sem lengi hefur sést í íslenskum viðskiptablöðum birtist sl. fimmtudag í Viðskipta-Mogganum við lögfræðing sem heitir Jóhannes Rúnar Jóhannsson og er formaður slitastjórnar Kaupþings.
Fimmtudagur 3. desember 2015
Náttfari
Marteinn mosdal mættur
Flestir muna sennilega eftir þeim skrautlega karakter Marteini Mosdal sem Stöð 2 lét búa til og sýndi við góðan orðstýr um tíma.
Fimmtudagur 19. nóvember 2015
Náttfari
Varúð! varúð! - framsóknarsukk í aðsigi
Þó enn séu 17 mánuðir til kosninga, í apríl 2017, eru framsóknarmenn beggja flokka í ríkisstjórninni byrjaðir að moka peningum úr ríkissjóði út í landsbyggðarkjördæmin til þess að að kaupa “dýru” atkvæðin til stuðnings við sig í kosningunum. “Dýru” atkvæðin eru þau sem vega tvöfallt eða jafnvel þrefalt á við atkvæði fjöldans sem býr á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík og SV-kjördæmi.
Fimmtudagur 5. nóvember 2015
Náttfari
Aumur ræðst á rúv
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er sá stjórnmálamaður hér á landi sem stendur nú höllustum fæti. Hann er rúinn trausti eftir að ítrekað hefur verið sýnt fram á fjármálasukk hans í tengslum við Orka Energy.
Þriðjudagur 27. október 2015
Náttfari
Elítuþrennan stakk gulla í bakið
Eftir að hafa verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina og hitt fjölmarga, þá er ég alveg sannfærður um að frásögn Sveins Andra Sveinssonar, sem vitnað var í hér á hringbraut.is sl. sunnudag, er sönn. Sveinn heldur því fram að framboð til ritara hafi verið þaulskipulögð aðför að Guðlaugi Þór sem stýrt var af sjálfum formanni flokksins.