Náttfari
Laugardagur 24. október 2015
Náttfari

Uppstokkun í ríkisstjórn á gamlársdag

Náttfari hefur eytt helginni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þetta er fimmti landsfundur minn. Andrúmsloftið er gjörbreytt frá því sem var þegar Davíð Oddsson reif upp stemninguna með þrumuræðum og herkvöð til flokksmanna. Nú er heldur dauft yfir öllu. Ljóst er að ný skoðanakönnun sem mælir flokkinn með 21,7% hefur ekki orðið til að bæta andrúmsloftið.
Þriðjudagur 20. október 2015
Náttfari

Ekki sama hver klúðrar

Bjarni Benediktsson renndi sér út á hála ísinn í dag þegar hann sagði í samtali við RÚV að sala Arion banka á hlutabréfum í Símanum væri klúður. Bjarni sagði að “ólíðandi” væri að fáir útvaldir fái að kaupa á sérkjörum á undan öðrum í útboðinu. “Það er engin þolinmæði fyrir slíku í þjóðfélaginu.”
Þriðjudagur 13. október 2015
Náttfari

Haukur í horni tapar á illuga

Grátur og gnístran tanna einkennir nú málsvörn Illuga Gunnarssonar eftir að Páll Magnússon svældi hann út úr greni sínu með beittri grein í síðustu viku. Fram að því hafði Illugi reynt að þagga málið niður og neitað því að ræða um það við fjölmiðla.
Mánudagur 12. október 2015
Náttfari

Minnihlutinn í borgarstjórn er handónýtur

Samkvæmt merkilegri skoðanakönnun Gallup sem Viðskiptablaðið birti sl. fimmtudag er minnihlutinn í Reykjavíkurborg í tómu tjóni. Borgarstjóri og meirihluti hans lentu í miklum mótbyr í síðasta mánuði vegna misráðinnar ákvörðunar um viðskiptabann á Ísrael. Málið var vanhugsað frá upphafi og baðst Dagur afsökunar á því og dró samþykktina til baka.
Föstudagur 9. október 2015
Náttfari

Ráðherra sem á kvittun

Eftir 5 mánaða flótta undan fjölmiðlum vegna fjármálahneykslis fór Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra loks í drottningarviðtal við Fréttablaðið sem kom út í dag.Hann sagði við fjölmiðla í gær að þar ætlaði hann að svara þeim spurningum sem hann hefur neitað að svara mánuðum saman.
Miðvikudagur 7. október 2015
Náttfari

Samtrygging sukksins

Páll Magnússon birtir í dag beinskeytta grein í Fréttablaðinu þar sem krafist er afsagnar Illuga Gunnarssonar. Páll dregur ekkert undan og hlýtur þessi grein að teljast vera sú harðorðasta sem enn hefur birst um Illugamálið.