14 upplýsingafulltrúar

Reykjavíkurborg ku vera búin að ráða til sín 14 upplýsingafulltrúa. Það er mjög upplýsandi. Þeir ættu þá að geta upplýst borgarbúa og aðra landsmenn almennilega um bágan fjárhag borgarinnar sem þarf að fækka starfsfólki en gerir ekkert annað en að fjölga starfsfólki. Borgin er búin að vera úti á túni í rekstri sínum um margra missera skeið, en skortir greinilega kjark til að taka til í sínum ranni. Stjórnendur hennar vita manna best að þeir eyða um efni fram - og raunar svo duglega að taka verður undir orð oddvita sjálfstæðismanna í Ráðhúsinu sem lýsir rekstrinum sem skelfilegum. En ekki næst í borgarstjóra vegna málsins, rétt eins og fyrri daginn. Kannski þarf hann fleiri upplýsingafulltrúa.