Náttfari
Föstudagur 22. janúar 2016
Náttfari

19,5% flokkur. telst það gott?

Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins er nú algjör. Skv. nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 12. til 20. janúar er fylgi flokksins komið niður í 19.5%. Þetta er það svartasta sem flokkurinn hefur séð. Í könnun frá desember var fylgi flokksins komið niður í 20.6% og þótti mörgum nóg um.
Mánudagur 18. janúar 2016
Náttfari

Eins máls vilhjálmur

Enn á ný hefur skapast umræða um frumvarp þingmannsins Vilhjálms Árnasonar um að heimila sölu áfengis í sjoppum og verslunum. Kári Stefánsson varpaði sprengju inn í þessa umræðu um helgina þegar hann sagði í útvarpsþætti að þingmaður úr Sjálfstæðisflokki hafi haldið því fram að frumvarpið væri samið á vegum Haga en ekki af þingmanninum Vilhjálmi.
Mánudagur 11. janúar 2016
Mánudagur 4. janúar 2016
Náttfari

Er greiðslumat ráðherra mildara?

Stundin hefur upplýst að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi nýlega fest kaup á raðhúsi í Fossvogi fyrir 64 milljónir króna og fengið 48 m.kr að láni hjá Kviku banka
Þriðjudagur 29. desember 2015
Náttfari

Í liði með sigmundi davíð

Menn hafa verið að hnýta í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna hugmynda hans um að nýta gamlar teikningar Guðjóns Samúelssonar fyrir viðbyggingu þinghússins á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sagt þær úreltar, gamaldags, hallærislegar og þjóðrembulegar. Þessu er Náttfari ósammála. Forsætisráðherra sendi jólakort í ár með tölvumynd af viðbyggingunnu í anda gamla húsameistarans - og það verður að segjast alveg eins og er að húsið er eins og sniðið á umrætt horn; virðulegt, fallegt og fellur vel að mörgum gömlum húsum á svæðinu.
Sunnudagur 27. desember 2015
Náttfari

2007 er ekki að koma

Náttfari er ósammála þeim sem telja að árið 2007 sé að renna upp að nýju í efnahagslífi Íslendinga. Þeir sem halda því fram gera sér ekki grein fyrir lykilatriðum málsins.